West Ham náði jöfnu gegn Arsenal - Enn tapar Portsmouth

Denilson í baráttu við Mark Noble á Emirates Stadium í …
Denilson í baráttu við Mark Noble á Emirates Stadium í dag. Reuterse

Arsenal varð að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og vonir Arsenal um að blanda sér í titilbaráttuna minnka með hverjum deginum.

Arsenal var sterkari aðilinn en tókst ekki að brjóta á bak aftur varnarmúr West Ham en Íslendingaliðið lék af mikilli skynsemi og hefur ekki tapað síðustu sex leikjum sínum í deildinni.

Aston Villa og Wigan gerðu einnig markalaust jafntefli og er Villa komið upp að hlið Chelsea og Liverpool með 48 stig en Manchester United er í toppsætinu með 50.

Hermann Hreiðarsson lék allan tímann með Portsmouth sem steinlá fyrir Fulham á Craven Cottage. Norðamaðurinn Erik Nevland skoraði tvö mörk og Andy Johnson eitt fyrir Fulham en David Nugent náði að laga stöðuna fyrir gestina.

Mikið fjör var á Reebok vellinum í Bolton þar sem Bolton sigraði Tottenham, 3:2. Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann fyrir Bolton sem komst í 2:0 með mörkum frá  Sebastien Puygrenier og Kevin Davies. Darren Bent sem kom inná fyrir Tottenham í hálfleik jafnaði með tveimur mörkum með stuttu millibili en Davies tryggði heimamönnum sigurinn undir lokin.

Nýliðaslag Hull og WBA lyktaði með 2:2 jafntefli. Bernard Mendy og Craig Fagan gerðu mörk Hull en Jay Simpson og Chris Brunt fyrir WBA.

Þá gerðu Middlesbrough og Blackburn markalaust jafntefli á Riverside og Boro hefur nú leikið 12 leiki án sigurs.


Adebayor er í fremstu víglínu hjá Arsenal.
Adebayor er í fremstu víglínu hjá Arsenal. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert