Gerrard frá keppni í þrjár vikur

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool. Reuters

Liverpool hefur staðfest að Steven Gerrard fyrirliði liðsins hafi tognað aftan í vinstra læri og verði frá keppni í um þrjár vikur en hann haltraði af velli eftir stundarfjórðung í viðureign grannliðanna Liverpool og Everton í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. 

Gerrard kemur til með að missa af deildarleikjunum á móti Portsmouth og Manchester City of þá verður hann ekki með enska landsliðinu sem mætir Spánverjum í vináttuleik í næst viku.

Forráðamenn Liverpool vonast til þess að Gerrard verði klár þann 25. þessa mánaðar en þá mætir Liverpool Spánarmeisturum Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Santiago Bernabéu vellinum í Madrid.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert