Sex stiga leikur hjá lærisveinum Guðjóns í dag

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe Alexandra.
Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe Alexandra. www.crewealex.net

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe Alexandra spila mjög mikilvægan leik í ensku 2. deildinni í knattspyrnu í dag en þá mætir það Leyton Orient sem er sætinu fyrir ofan Crewe á stigatöflunni. Crewe er í þriðja neðsta sætinu með 22 stig en Leyton Orient hefur 27 stig.

Tveimur síðustu leikjum Crewe hefur þurft að fresta vegna erfiðra vallarskilyrða og eiga Guðjón og strákarnir hans þrjá leiki til góða á Leyton Orient sem er í fjórða neðsta sæti en fjögur neðstu liðin falla í 3. deildina.

,,Við erum að elta Leyton Orient og það eru einhver sex lið sem eru að berjast þessa stundina á botninum. Jafntefli á útivelli gegn Leyton yrðu ekki slæm úrslit en við viljum að sjálfsögðu vinna leikinn og stefnum að því,“ segir Guðjón á heimasíðu Crewe.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert