Ferguson segir titilvonir Chelsea úti

Ferguson segir Chelsea ekki lengur raunhæfan andstæðing í titilbaráttunni.
Ferguson segir Chelsea ekki lengur raunhæfan andstæðing í titilbaráttunni. Reuters

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að titilvonir Chelsea séu úti, eftir að liðið rak þjálfarann Luiz Felipe Scolari í byrjun febrúar.

„Ég held að Chelsea hafi leikið af sér og nú standi titilbaráttan milli okkar og Liverpool. Að vísu þarf að hafa auga með Aston Villa, sem virðast hafa tekið við kyndlinum af Arsenal. Ég var hissa þegar Chelsea rak Scolari. En ég hélt að það væri augljóst að langtímaáætlanir og stöðugleiki er það sem vinnur titla. Hinsvegar gerist það ansi oft að viskan fýkur út um gluggann þegar lið krefjast tafarlauss árangurs. Ég er viss um að Guus Hiddink muni ná góðum árangri. En hinsvegar þarf hann að byrja á byrjuninni, setja saman sitt eigið lið og starfsfólk, sem tekur alltaf tíma. Þessi flýtir þeirra endurspeglar hnignun leiksins hvað þetta varðar, þar sem eigendur, stjórnarmeðlimir, aðdáendur og fjölmiðlar krefjast skjóts árangurs og hafa enga þolinmæði til að ná markmiðum sínum,“ sagði Ferguson.

Chelsea er í 4. sæti deildarinnar með 49 stig, en United er efst með 56 stig og getur komist í 59 stig með sigri á Fulham í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert