Schmeichel: Vörn United sú besta í heimi

Peter Schmeichel.
Peter Schmeichel. Reuters

Peter Schmeichel fyrrum markvörður Manchester United segir vörn liðsins þá bestu í heimi og hann hrósar sérstaklega Serbanum Nemanja Vidic í viðtali sem tekið var fyrir Danann stóra og stæðilega í BBC.

United hefur spilað 13 leiki í röð í úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark sem er met í úrvalsdeildinni og í kvöld getur markvörðurinn Edwin van der Sar haldið áfram að skrá nafn sitt í sögu deildarinnar þegar United fær Fulham í heimsókn, liðið sem Van der Sar lék með áður en hann gekk í raðir Manchester-liðsins.

,,Edwin fær mikið hrós en menn hafa svolítið gleymt frammistöðu Vidic undanfarin tvö keppnistímabil,“ segir Schmeichel. ,,Við erum með bestu vörnina í heiminum,“ bætti Daninn við, sem í átta ár stóð á milli stanganna hjá Manchester United. Á þessum tíma varð hann fimm sinnum enskur meistari og varð Evrópumeistari eftir frægan sigur á Bayern München.

,,Ég sé bara í fljótu bragði ekkert lið skora gegn United. Sjálfstraustið í liðinu er svo gífurlegt. Edwin hefur staðið sig frábærlega og það var frábært að sjá hann koma inn í liðið og færa því þennan stöðugleika. Það sést vel hversu mikið traust leikmenn hafa á honum,“ sagði Schmeichel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert