Alex Ferguson: Eigum frábæra möguleika á að komast áfram

Adriano og Rio Ferdinand í baráttunni á San Síró í …
Adriano og Rio Ferdinand í baráttunni á San Síró í kvöld. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englands- og Evrópumeistara Manchester United sagði eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Inter á San Siró í Meistaradeildinni í kvöld að lið sitt ætti frábæra möguleika á að komast áfram.

,,Lið mitt lék virkilega vel og það var svekkjandi að ná ekki að skora í fyrri hálfleik því við fengum svo sannarlega færin til þess. En engu að síður voru úrslitin góð. Ég lít svo á að við eigum frábæra möguleika á að komast áfram því ég veit að andrúmsloftið á Old Trafford eftir tvær vikur verður magnað og það mun koma okkur til góða,“ sagði Ferguson.

Jose Mourinho: Markalaust jafntefli eru erfið úrslit fyrir bæði lið. Við megum ekki tapa og United dettur út ef seinni leikurinn fer 1:1. Mér fannst United betri í fyrri hálfleik en við í þeim seinni. Ég er ekkert leiður yfir þessum úrslitum og ég lít svo á að við eigum möguleika.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert