Guðjón: „Heyrði marga tala um að ég væri útbrunninn“

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. www.crewealex.net

Guðjón Þórðarson og strákarnir hans í enska 2. deildarliðinu Crewe Alexandra eru á bullandi siglingu þessa dagana. Crewe hefur unnið þrjá leiki í röð í deildinni og frá því Guðjón tók við liðinu um áramótin hefur það innbyrt 15 stig af 24 mögulegum og á góða möguleika á að bjarga sér frá falli – nokkuð sem fæstir áttu von fyrir nokkrum vikum.

Í dag er sannkallaður sex stiga leikur hjá lærisveinum Guðjóns en þá mæta þeir Brighton á útivelli. Crewe er í þriðja neðsta sæti deildarinnar en Brighton er með stigi meira og með sigri í dag gæti Crewe komist úr fallsæti í fyrsta sinn á leiktíðinni.

,,Átta leikir og fimm sigrar. Maður getur ekki kvartað yfir því og ég er á undan áætlun því ég setti mér það markmið að ná í eitt og hálft stig í leik,“ sagði Guðjón þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær.

Í viðtali við Guðjón á íþróttasíðum Morgunblaðsins fer hann yfir ýmis mál sem tengjast Crewe. Hann tjáir sig einnig um brottreksturinn frá ÍA s.l. sumar. 

„Ég heyrði marga tala um að ég væri útbrunninn,“ segir Guðjón. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert