24. bikarinn sem Sir Alex vinnur með United

Sir Alex Ferguson skælbrosandi á Wembley í gær með enn …
Sir Alex Ferguson skælbrosandi á Wembley í gær með enn einn bikarinn. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United fagnaði sínum 24. titli með félaginu í gær þegar United hampaði enska deildameistaratitlinum eftir sigur á Tottenham í vítaspyrnukeppni á Wembley.

Ferguson, sem er 67 ára gamall Skoti, tók við stjórastöðunni hjá Manchester United árið 1986 og er hann orðinn sigursælasti þjálfarinn í sögu ensku knattspyrnunnar og þó víðar væri leitað.

Auk þess að stýra liði sínum til sigurs í mörgum keppnum hefur hann hlotið ótal viðurkenningar og eftir hafa unnið þrennuna 1999, Englandsmeistari, bikarmeistari og Evrópumeistari, var Ferguson aðlaður af Elísabetu Bretadrottningu.

Titlarnir sem Sir Alex Ferguson hefur unnið með United eru:

Englandsmeistarar (10): 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008.

Bikarmeistarar (5): 1990, 1994, 1996, 1999, 2004.

Deildabikarmeistarar (3): 1992, 1996, 2009.

Evrópumeistarar (2): 1999, 2008.

Evrópumeistarar bikarhafa (1): 1991.

UEFA meistarar meistaranna (1): 1991.

Heimsmeistarar félagsliða (2): 1999, 2008.

Þá hefur Sir Alex átta sinnum stjórnað Manchester-liðinu til sigurs í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn þar sem mætast Englandsmeistarar og bikarmeistarar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert