Gylfi í eldlínunni með Crewe í kvöld

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. www.readingfc.co.uk

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í enska 2. deildarliðinu Crewe Alexandra verða í eldlínunni í kvöld en þá taka þeir á móti Bristol Rovers. Gylfi Þór Sigurðsson verður í byrjunarliði Crewe í kvöld en U21 árs landsliðsmaðurinn, sem er í láni frá Reading, hefur leikið vel á miðjunni.

,,Þetta verður örugglega hörkuleikur. Mér skilst að Bristol Rovers sé með gott lið og við verðum spila vel til að eiga möguleika á sigri,“ sagði Gylfi Þór í samtali við mbl.is í morgun.

Vel hefur gengið hjá Crewe eftir að Guðjón Þórðarson tók við stjórastöðunni hjá liðinu. Í þeim 13 leikjum sem Guðjón hefur stýrt liðinu í deildinni hefur það unnið 8 leiki, gert 1 jafntefli og tapað 4. Crewe var langneðst í deildinni þegar Guðjón tók við því um áramótin en er nú í 17. sætinu, sex stigum frá fallsæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert