Brown fékk sekt og aðvörun

Phil Dowd dómari rekur Joe Kinnear og Phil Brown af …
Phil Dowd dómari rekur Joe Kinnear og Phil Brown af varamannabekkjunum. Reuters

Enska knattspyrnusambandið sektaði í dag Phil Brown, knattspyrnustjóra Hull City, um 2.500 pund og gaf honum aðvörun vegna framkomu sinnar. Hann sleppur við leikbann.

Brown var rekinn af varamannabekk Hull þegar liðið mætti Newcastle í bikarleik á St. James' Park þann 14. janúar. Sömu sögu er að segja af Joe Kinnear, knattspyrnustjóra Newcastle, en vegna veikinda hans var máli hans festað um sinn.

Brown reiddist heiftarlega þegar Fabio Coloccini, leikmaður Newcastle, braut illa á Daniel Cousin, leikmanni Hull. Hann og Kinnear áttu hörð orðaskipti og voru báðir sendir uppí stúku. Umræddur Cousin skoraði sigurmark Hull átta mínútum fyrir leikslok, 1:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert