Baráttusigur hjá Portsmouth

Hermann Hreiðarsson átti fínan leik í dag.
Hermann Hreiðarsson átti fínan leik í dag. Reuters

Portsmouth vann góðan sigur á Everton í dag, 2:1, með tveimur mörkum frá Peter Crouch. Hermann Hreiðarsson og félagar eru því komnir í 15. sæti deildarinnar með 32 stig.

Hermann lék allan leikinn með Portsmouth og stóð sig með prýði. Everton virðist hinsvegar vera að gefa eftir í baráttunni um fjórða eða fimmta sætið.

75. Peter Crouch skorar með skalla eftir hornspyrnu Portsmouth.  

22. Peter Crouch skorar fyrir Portsmouth, eftir að Everton nær ekki að hreinsa frá hornspyrnu. 1:1.

04. Leighton Baines, bakvörður Everton, skorar fallegt mark beint úr aukaspyrnu, stöngin inn. Staðan er 0:1.

Liðin eru skipuð eftirfarandi leikmönnum:

Portsmouth- David James, Younes Kaboul, Sol Campbell, Sylvain Distin, Hermann Hreiðarsson, Glen Johnson, Sean Davis, Hayden Mullins, David Nugent, Niko Kranjcar, Peter Crouch.

Everton- Tim Howard, Lars Jacobsen, Phil Jagielka, Jolean Lescott, Leighton Baines, Leon Osman, Marouane Fellaini, Phil Neville, Steven Pienaar, Louis Saha, Jo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert