Benítez: Er ekki á höttunum eftir Silva

Rafael Benítez.
Rafael Benítez. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool vísar þeim fregnum á bug að hann ætli að fá spænska landsliðsmanninn David Silva til liðs við sig frá  Valencia í sumar.

,,Við ætlum ekki að reyna að kaupa hann,“ sagði Benítez í dag. ,,Ég er vinna í því á fullu að púsla liðinu saman fyrir næstu leiktíð ásamt aðstoðarmönnum mínum. Við þurfum að fara vel yfir það í hvaða stöður okkur skortir leikmenn,“ segir Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert