Gascoigne: Vissi fyrir 15 árum að Alan fengið starfið

Paul Gascoigne.
Paul Gascoigne. AP

Ráðning Alan Shearer í starf knattspyrnustjóra hjá Newcastle er mikið til umfjöllunar í enskum fjölmiðlum í dag en Shearer, sem er í guða tölu hjá nær öllum stuðningsmönnum Newcastle, fær það verkefni að bjarga liðinu frá falli.

,,Fólk segir að hann hafi engu að tapa, ef liðið heldur sæti sínu í deildinni verður hann hetja en ef það fellur verður honum ekki kennt um það.  En Alan hugsar ekki þannig. Ef svo fer að liðið fellur, þá tekur hann á sig sökina,“ segir Gascoigne í viðtali við BBC en hann lék með Newcastle frá 1985 til 1988, alls 92 leiki og skoraði í þeim 21 mark.

,,Ég vissi að Alan myndi fá þetta starf fyrir 15 árum síðan. Þetta er frábært starf fyrir hann og frábært tækifæri. En til að taka að sér starf knattspyrnustjóra Newcastle þá þarftu að vera hugrakkur, “ segir Gazzi.

Chris Waddle fyrrum leikmaður Newcastle;,,Að vera knattspyrnustjóri er ekki það sama og að spila og það mun Alan sjá. Leikmenn munu þurfa að leggja mikið á sig áæfingum og Alan þarf að koma sjálfstrausti og trú inn í sína leikmenn. Newcastle á nægilega marga heimaleiki eftir svo ég held að það endi með 41-42 stig sem dugar því til að halda sæti sínu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert