Moyes vill ekki að Riley dæmi bikarleikinn

Mike Riley rekur Brynjar Björn Gunnarsson af velli í landsleik.
Mike Riley rekur Brynjar Björn Gunnarsson af velli í landsleik. Reuters

David Moyes knattspyrnustjóri Everton hefur lýst yfir óánægju með að enska knattspyrnusambandið skyldi skipa Mike Riley sem dómara á leik liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn.

„Fréttamaður spurði mig hvort Riley væri stuðningsmaður Manchester United og ég tel að það þurfi að bera það undir knattspyrnusambandið. Ég tel að einhverjir stjórar kunni að hafa skoðun á því," sagði Moyes á vef Everton.

Knattspyrnusambandið hefur hinsvegar lýst yfir fullum stuðningi við Riley og segir ekkert óeðlilegt við það að setja hann á leikinn. „Allir okkar dómarar eru heiðarlegir og hlutlausir. Mike Riley er einn okkar besti dómari og við erum 100 prósent vissir um að hann muni skila góðu verki á sunnudag," sagði talsmaður sambandsins við BBC.

Moyes er ósáttur við ýmsar ákvarðanir Riley í leikjum Everton á liðnum árum, m.a. þegar hann dæmdi vítaspyrnu á liðið í leik gegn Manchester United í lokaumferð úrvalsdeildarinnar 2003 en ósigur í þeim leik kostaði Everton Evrópusæti. Þá rak Riley leikmann Everton, Tom Cahill, af velli í leik gegn Liverpool síðasta haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert