Redknapp: Eigum möguleika gegn United

Tottenham fagnar sigri gegn Chelsea.
Tottenham fagnar sigri gegn Chelsea. Reuters

Tottenham verður án varnarmannsins sterka Michael Dawson þegar liðið sækir Englandsmeistara Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham segir sína menn á góðu skriði og telur að þeir geti meisturunum harða keppni.

,,Við höfum spilað vel síðustu vikurnar og við eigum möguleika á morgun. Við lögðum Aston Villa á útivelli, höfðum betur á móti Chelsea, áttum að vinn Blackburn og fórum með sigur af hólmi gegn bæði West Ham og Newcastle. Þetta sýnir að liðið er á góðu róli og við viljum halda þessu góðu gangi áfram,“ segir Redknapp á vef Tottenham.

,,Old Trafford er frábær völlur að sækja og við verðum að reyna að gera Manchester United eins erfitt fyrir og við getum og reyna að krækja í stig. United má ekki við því að tapa stigum, það veit Sir Alex. Við stefnum hins vegar ótrauðir á sjöunda sætið en við gerum okkur grein fyrir því að það verður ekki auðvelt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert