Benítez: Stutt í að Agger geri nýjan samning

Daniel Agger í baráttu við Andrei Arshavin í leik Liverpool …
Daniel Agger í baráttu við Andrei Arshavin í leik Liverpool og Arsenal á dögunum. Reuterse

Stutt er í að danski miðvörðurinn Daniel Agger skrifi undir nýjan samning við Liverpool að því er Rafael Benítez knattspyrnustjóri liðsins greindi frá í dag. Óvissa hefur ríkt um framtíð Aggers hjá Liverpool en á undanförnum vikum hefur hann verið orðaður við mörg félög, þar á meðal ítalska stórliðið AC Milan.

,,Það er mjög stutt í þetta. Það standa útaf borðinu smáatriði en samningurinn er nánast klár. Hann er ánægður hér og ég hef alltaf stutt hann,“ segir Benítez á vef félagsins.

Agger er 24 ára gamall sem Liverpool keypti frá danska liðinu Bröndby í janúar 2006 fyrir 5 milljónir punda. Hann hefur komið við sögu í 76 leikjum með liðinu og hefur skorað í þeim 6 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert