Robben til Man.City?

Arjen Robben gæti farið frá Real Madrid í sumar.
Arjen Robben gæti farið frá Real Madrid í sumar. Reuters

Arjen Robben, hollenski kantmaðurinn hjá Real Madrid, er næstur í röðinni af kunnum knattspyrnumönnum sem orðaðir eru við enska liðið Manchester City.

Daily Mirror segir í netútgáfu sinni í kvöld að City sé á hælum Robben ásamt Inter Mílanó en Hollendingurinn sé ekki inni í framtíðaráætlunum hjá spænska stórveldinu, sem vilji fá fyrir hann 18 milljónir punda.

Manchester City er talinn líklegri kostur því Robben sé ekki líklegur til að fara aftur Josés Mourinhos, þar sem þeim hafi ekki komið sérlega vel saman þegar báðir voru hjá Chelsea. Robben hefur leikið með Real Madrid í tvö ár en félagið keypti hann af Chelsea fyrir 24 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert