United og Barcelona mætast öðru sinni í úrslitaleik

Paul Scholes skorar sigurmarkið gegn Börsungum á síðustu leiktíð.
Paul Scholes skorar sigurmarkið gegn Börsungum á síðustu leiktíð. Reuters

Manchester United og Barcelona sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Róm þann 27. maí hafa einu sinni áður mæst í úrslitaleik í Evrópukeppni.

Liðin áttust við úrslitum í UEFA-bikarnum í Rotterdam í Hollandi árið 1991 þar sem Manchester United fagnaði sigri, 2:1. Þetta var fyrsti Evrópumeistaratitill liðsins undir stjórn Sir Alex Ferguson og skoraði Mark Hughes bæði mörk Manchester-liðsins.

Á síðustu leiktíð mættust liðin í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þar sem United hafði betur samanlagt og var það Paul Scholes sem tryggði United mönnum farseðilinn í úrslitaleikinn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert