Manchester United í toppsætið á ný

Carlos Tévez fagnar marki sínu í leiknum í dag.
Carlos Tévez fagnar marki sínu í leiknum í dag. Reuters

Manchester United er komið í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar að nýju eftir öruggan 2:0 sigur á grönnum sínum í Manchester City. Cristiano Ronaldo og Carlos Tévez gerðu mörk meistaranna í fyrri hálfleik. Takist United að leggja Wigan að velli á miðvikudaginn og fá stig gegn Arsenal um næstu helgi er meistaratitillinn í höfn hjá liðinu.

Bein lýsing hér

90. Leiknum er lokið með 2:0 sigri Manchester United. Liðið er með 83 stig í efsta sæti, er þremur stigum á undan Liverpool og á að auki leik til góða.

89. United er hársbreidd frá því að bæta þriðja markinu við en Tévez skallaði boltann í stöng af örstuttu færi.

86. Van der Sar sýndi frábær tilþrif þegar hann varði þrumuskot frá Búlgaranum Martin Petrov í horn.

Síðari hálfleikurinn hefur verið ákaflega tíðindalítill. Liðsmenn United hafa slakað verulega á og virðast vera farnir að undirbúa sig undir leikinn gegn Wigan á miðvikudaginn.

58. Sir Alex gerir tvær breytingar á liði sínu. Ronaldo og Park fara af velli og inná koma Rooney og Scholes. Ronaldo er vægast sagt óánægður með skiptinguna og sest hundfúll á varamannabekkinn og hristir hausinn ótt og títt.

51. Robinho komst í ágæt færi en skot Brasilíumannsins fór langt framhjá.

45. Chris Foy hefur flautað til leiklés þar sem ensku meistararnir eru með verðskuldaða tveggja marka forystu og stefna á ný í efsta sætið.

44. MARK!! Carlos Tévez er búinn að koma United í 2:0 með glæsilegu marki. Berbatov tók boltann niður á skemmtilegan hátt, sendi á Tévez sem skoraði með hnimiðuðu skoti í stöng og inn. Tévez fagnar ekkert sérstaklega og sendir þar með skýr skilaboð til forráðamanna United.

31. Glæsileg skot frá Tévez smellur í markvinklinum.

18. MARK!! Cristiano Ronaldo skorar með skoti beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs. 18. mark Portúgalans í úrvalsdeildinni á leiktíðinni staðreynd.

Rio Ferdinand er ekki með Manchester United vegna meiðsla í kálfa sem hann varð fyrir á æfingu.

3. United fær fyrsta færi leiksins en skot Kóreumannsins Park fór rétt framhjá markinu eftir góða skyndisókn.

Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Vidic, Evans, Evra, Ronaldo, Fletcher, Giggs, Park, Berbatov, Tevez.
Varamenn: Kuszczak, Neville, Rooney, Carrick, Nani, Scholes, O'Shea.


Man City: Given, Richards, Onuoha, Dunne, Bridge, Elano, Ireland, Kompany, De Jong, Robinho, Caicedo.
Varamenn: Hart, Zabaleta, Bojinov, Petrov, Fernandes, Evans, Berti.

Carlos Tévez er hér að skora annað mark Manchester United …
Carlos Tévez er hér að skora annað mark Manchester United með glæsilegu skoti. Reuters
Cristiano Ronaldo skorar fyrsta mark United úr aukaspyrnu.
Cristiano Ronaldo skorar fyrsta mark United úr aukaspyrnu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert