Röng viðbrögð hjá Ronaldo

Cristiano Ronaldo hundfúll á svip bíður eftir því að vera …
Cristiano Ronaldo hundfúll á svip bíður eftir því að vera tekinn af velli á Old Trafford í gær. Reuters

Bryan Robson, fyrrum leikmaður og fyrirliði Manchester United, sem nú gegnir starfi sérstaks sendiherra hjá félaginu, segir að viðbrögðin sem Ronaldo sýndi í gær þegar honum var skipt útaf á móti Manchester City hafi verið röng og ekki gott fordæmi fyrir börn út um allan heim sem fylgdust með leiknum.

,,Það er ekki rétt af leikmönnum að bregðast svona við ákvörðun knattspyrnustjórans. Leikmenn bregðast mismunandi við en þeir verða að virða ákvarðanir knattspyrnustjórans og þá sérstaklega þegar það kemur frá manni eins og Sir Alex Ferguson,“ segir Robson í viðtali við netmiðilinn Goal.com.

,,Stjórinn veit hvað er best fyrir leikmennina og hann á að tryggja það að menn séu ferskir og meiðist ekki fyrir næsta leik. Mér fannst viðbrögðin hjá Ronaldo röng og þau sendu röng skilaboð þeirra barna út um allan heim sem fylgdust með leiknum,“ sagði Robson.

Sir Alex kippti þeim Ronaldo og Park útaf á 58. mínútu og skellti reynsluboltunum Giggs og Scholes inná. Ronaldo tók skiptingunni mjög illa. Hann strunsaði á varamannabekkinn með fýlusvip og myndir sáust af Portúgalanum hrista hausinn ótt og títt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert