FC United fer „Radiohead“ leiðina

Hljómsveitin Radiohead á tónleikum. Hver veit nema þeir borgi ríflega …
Hljómsveitin Radiohead á tónleikum. Hver veit nema þeir borgi ríflega fyrir ársmiða hjá FC United. Reuters

FC United, liðið sem stofnað var af þeim Manchester United aðdáendum sem gátu ekki sætt sig við yfirtöku Glazer-feðganna á Manchester United liðinu árið 2005, fara nú hina svokölluðu „Radiohead“ leið þegar kemur að ákvörðun ársmiðaverðs á leiki liðsins, en þeir láta áhorfendur ráða miðaverðinu.

„Borgaðu það sem þú vilt“ viðskiptalíkanið er gjarnan kennt við hljómsveitina Radiohead, sem lét aðdáendum sínum það eftir hvað þeir borguðu fyrir plötu þeirra In Rainbows, sem kom út árið 2007, sem niðurhala mátti af Netinu.

Nú hefur þetta viðskiptalíkan verið tekið upp af FC United, sem nýlega misstu af tækifærinu til að komast upp um deild, en þeir spila í Northern Premier League, eða 7. deild.

„Úrvalsdeildarliðin ákvarða miðaverð án tillits til greiðslugetu þeirra sem sækja leikina. Þeir sem hafa efni á ársmiðunum halda áfram að borga, en hinir verða frá að hverfa. Þetta grefur undan íþróttinni, sem hefur ávallt snúist um hina almennu, en ekki hina útvöldu,“ sagði Andy Walsh, aðal-framkvæmdarstjóri félagsins.

Ársmiðinn á leiki liðsins í fyrra kostuðu 140 pund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert