Owen yfirgefur Newcastle

Owen í baráttu við fyrrum samherja sinn hjá Liverpool, Jamie …
Owen í baráttu við fyrrum samherja sinn hjá Liverpool, Jamie Carragher. Reuters

Framherjinn Michael Owen staðfesti í dag að hann sé á förum frá Newcastle en samningur hans við liðið rennur út í lok mánaðarins. Owen hafnaði tilboði frá Newcastle um nýjan samning en sem kunnugt er féll liðið úr úrvalsdeildinni í síðasta mánuði.

Owen sagði í viðtali við Sky Sports í dag að hann vilji helst spila áfram í ensku úrvalsdeildinni en framherjinn hefur verið á mála hjá Newcastle í fjögur ár þegar hann gekk í raðir þess frá Real Madrid.

,,Það eru mörg lið áhugasöm að fá mig og það verður bara að koma í ljós hvort ég spili áfram á Englandi eða í öðru landi,“ sagði Owen sem hefur verið afar óheppinn með meiðsli á sínum ferli.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert