Southgate vill Hermann

Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Morgunblaðið/ Kristinn

Middlesbrough, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, hefur samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins sett sig í samband við Hermann Hreiðarsson leikmann Portsmouth og vill semja við hann til tveggja ára.

Gareth Southgate knattspyrnustjóri Middlesbrough er á höttunum eftir reynsluboltum og vill fá íslenska landsliðsfyrirliðann til liðs við sig en forráðamenn ,,Boro“ hafa tekið stefnuna á að fara beint upp í úrvalsdeildina á næsta tímabili.

Þá er Hermann með í höndunum tilboð frá Portsmouth en félagið hefur boðið honum að framlengja samning sinn um eitt ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert