Eiður til Zola og West Ham?

Eiður Smári er enn á ný orðaður við ensk lið.
Eiður Smári er enn á ný orðaður við ensk lið. mbl.is/Ómar

Enska blaðið Daily Star fullyrðir í netútgáfu sinni í kvöld að Eiður Smári Guðjohnsen hafi mikinn áhuga á að leika undir stjórn síns gamla samherja hjá Chelsea, Gianfranco Zola, sem nú er knattspyrnustjóri West Ham. Hann er líka orðaður við Portsmouth, lið Hermanns Hreiðarssonar.

„Það er líklega óhjákvæmilegt að ég fari aftur til Englands, það er mikill áhugi hjá liðum í úrvalsdeildinni. Ég átti frábær ár hjá Chelsea og með Gianfranco og veit að ég myndi laga mig auðveldlega að fótboltanum þar," er haft eftir Eiði.

Fullyrt er að Portsmouth sjái Eið Smára sem hagstæðan kost, ef félagið neyðist til að selja Peter Crouch í sumar, og Roy Hodgson hjá Fulham sé líka spenntur ef Eiður fáist fyrir rétt verð.

Sjálfur hefur Eiður sagt að hann stefni ekki á annað en að mæta á æfingar hjá Barcelona eftir sumarfríið en hann á eitt ár eftir af samningi sínum þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert