Crewe skellti Birmingham

Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe.
Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri Crewe. www.crewealex.net

Strákarnir hans Guðjóns Þórðarsonar í enska 3. deildarliðinu Crewe Alexandra skelltu úrvalsdeildarliði Birmingham, 4:1, í æfingaleik sem háður var á heimavelli Crewe í kvöld.

Staðan var jöfn í leikhléi, 1:1, en Crewe skoraði þrjú mörk á fyrstu 22 mínútum í seinni hálfleik og fagnaði góðum sigri.

Everton varð að láta sér lynda 2:1 tap gegn Blackpool. Brasilíumaðurinn Jo skoraði mark Everton.

Grétar Rafn Steinsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Bolton sem gerði 1:1 jafntefli við skoska úrvalsdeildarliðið Hearts í Edinborg. Fabrice Muamba skoraði mark Bolton. Eggert Gunnþór Jónsson lék allan tímann fyrir Hearts.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert