Segir Luke Young ekki til sölu

Young í baráttu við Federico Macheda hjá Manchester United á …
Young í baráttu við Federico Macheda hjá Manchester United á síðasta tímabili. Reuters

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að bakvörðurinn Luke Young sé á leiðinni til Hull City. Hann segir orðróminn úr lausu lofti gripinn.

„Þetta eru fréttir fyrir mig. Hann hefur um margt að hugsa en ég held að félagsskipti sé ekki það sem hann er að hugsa um. Enginn frá Hull hefur haft samband við okkur. Hann var pirraður á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla sinna, og veit að hann getur gert betur. Ég er ekki ósammála því mati,“ sagði O´Neill.

Young kom til Aston Villa sumarið 2008 frá Middlesbrough, en spilaði áður með Charlton og Tottenham.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert