Vidic vísar sögusögnum á bug

Nemanja Vidic lyftir Englandsbikarnum á loft síðastliðið vor.
Nemanja Vidic lyftir Englandsbikarnum á loft síðastliðið vor. Reuters

Nemanja Vidic, miðvörðurinn öflugi í liði Englandsmeistara Manchester United, vísar þeim sögusögnum á bug að hann sé opinn fyrir því að yfirgefa Manchester-liðið en haft var eftir umboðsmanni Serbans að hann vildi gjarnan ganga til liðs við Barcelona.

,,Ég hef ekkert sagt um Barcelona, Real Madrid, AC Milan eða önnur lið. Ég ræði aldrei um framtíð mína svo ég veit ekki afhverju einhver annar gerir það. Ég sýndi það í leiknum á móti Wigan hversu ánægður ég er hjá Manchester United,“ segir Vidic, sem lék sinn fyrsta leik á tímabilinu á laugardaginn þegar meistararnir burstuðu Wigan á útivelli.

,,Ég ræddi við umboðsmann minn um þetta og hvað hann sagði. Ég veit allt um orðróminn um mig en ég vill ekki það hafi áhrif á félagið,“ segir Vidic, sem vísar því á bug að eiginkona sín, Ana, kunni ekki við sig í Manchester borg eins og haldið hefur verið fram.

,,Það er ekki satt að kona mín sé ekki ánægð. Ég veit ekki hvaðan þessi orðrómur kemur. Hún er ekki það sem kallast fræg kona. Hún ræðir til að mynda aldrei við dagblöð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert