Chelsea áfrýjar banni FIFA

Það verða litlar breytingar á liði Chelsea næsta árið ef …
Það verða litlar breytingar á liði Chelsea næsta árið ef úrskurður FIFA stendur óhaggaður. Reuters

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea tilkynnti í kvöld að það myndi áfrýja þeim úrskurði FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, að banna því að kaupa leikmenn þar til í janúar 2011. Barist yrði gegn þessu banni með kjafti og klóm.

FIFA kvað upp þennan úrskurð á þeim forsendum að í ljós hefði komið að Chelsea hefði brotið reglur með því að fá táninginn Gael Kakuta til að rjúfa samning sinn við franska félagið Lens fyrir  tveimur árum.

Chelsea mun áfrýja til Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS. Í yfirlýsingu félagsins segir að það muni áfrýja úrskurðinum af öllum þeim krafti sem mögulegt er og að hann sé algjörlega úr takti við hið meinta brot.

„Við getum ekki sagt meira um málið fyrr en við höfum fengið í hendurnar þennan einstaka úrskurð í heild sinni," sagði í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert