Kolo Toure skaut Manchester City áfram

Joelen Loescott og Norðmaðurinn Bjorn Riise takast á í leik …
Joelen Loescott og Norðmaðurinn Bjorn Riise takast á í leik Manchester City og Fulham. Reuters

Manchester City var síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu. City hafði betur gegn Fulham, 2:1, í framlengdum leik.

Ungverjinn Zolta Gera kom gestunum í Fulham yfir á 32. mínútu en Gareth Barry jafnaði metin á 52. mínútu og mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma. Á 111. mínútu skoraði Kolo Toure fyrirliði Manchester City sigurmark leiksins með skoti af stuttu færi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert