Ronaldo kostaði meira en Birmingham

Carson Yeung á nú enska úrvalsdeildarliðið Birmingham.
Carson Yeung á nú enska úrvalsdeildarliðið Birmingham. Reuters

Carson Yeung, kaupsýslumaður frá Hong Kong, keypti í dag enska úrvalsdeildarliðið Birmingham og greiddi hann rúmlega 16 milljarða kr. fyrir félagið. Yeung hefur áður reynt að eignast félagið en hann gerði kauptilboð árið 2007.

David Sullivan og David Gold voru tilbúnir að selja að þessu sinni en til samanburðar má nefna að Real Madrid greiddi hærri upphæð fyrir Cristiano Ronaldo s.l. sumar. Þá fékk enska meistaraliðið Manchester United rúmlega 17 milljarða kr. fyrir portúgalska landsliðsmanninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert