Sjö leikmenn vantar hjá Portsmouth

Avram Grant fylgist með sínum mönnum í Portsmouth í fyrsta …
Avram Grant fylgist með sínum mönnum í Portsmouth í fyrsta leiknum um helgina. Reuters

Avram Grant, nýráðinn knattspyrnustjóri Portsmouth,  verður án sjö leikmanna í kvöld þegar lið hans tekur á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á Fratton Park.

Jamie O'Hara, Kevin-Prince Boateng, Tommy Smith og Mike Williamson hafa allir leikir með öðrum liðum í keppninni og þeir David James markvörður, Steve Finnan og Papa Bouba Diop eru meiddir.

„Okkar forgangsverkefni er að halda liðinu í úrvalsdeildinni en þó þetta sé bikarleikur kemur ekki til greina að taka honum létt. Þeir sem segja að leikmennirnir séu ekki undir neinni pressu í svona leik geta alveg eins sagt að Van Gogh hefði getað málað án þess að nota liti. Pressan er hluti af leiknum og þeir eiga alltaf að finna fyrir henni, og nýta hana til að verða betri," sagði Grant á vef Portsmouth.

Hermann Hreiðarsson er klár í slaginn með Portsmouth eftir að hafa spilað tvo síðustu leiki liðsins í úrvalsdeildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert