Everton sótti stig til Lundúna

Gallas leikur með Arsenal í dag.
Gallas leikur með Arsenal í dag. reuters

Everton komst tvívegis yfir á móti Arsenal er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag á Emirates vellinum í Lundúnum. En það dugði ekki því heimamenn náðu að jafna í tvígang. Lokatölur 2:2.

Arsenal tókst því ekki að komast í annað sætið og er sem fyrr í því þriðja, nú þremur stigum á eftir Chelsea sem er í efsta sæti. Everton fór upp um eitt sæti, í það 11.

Arsenal: Almunia, Sagna, Gallas, Vermaelen, Traore, Denilson, Diaby, Ramsey, Nasri, Eduardo, Arshavin. Varamenn: Fabianski, Rosicky, Vela, Silvestre, Merida, Eastmond, Emmanuel-Thomas.
Everton: Howard, Neville, Neill, Heitinga, Baines, Osman, Cahill, Fellaini, Pienaar, Donovan, Saha. Varamenn: Nash, Bilyaletdinov, Vaughan, Coleman, Duffy, Baxter, Mustafi.

2:2 (90+) Rosicky jafnar fyrir heimamenn með skoti eftir flotta sólkn Arsenal. Dómarinn hafði bætt fimm mínútum við og markið kom er tvær mínútur voru búnar af þeim tíma. Boltinn fór í varnarmann og í netið.

1:2 (80.) Pienaar skoraði með glæsilegri vippu yfir Almunia. Hann fékk boltann á miðlínu, ekki rangstæður, og einn á móti Almunia vippaði hann glæsilega frá vítateigslínu yfir markvörðinn og í netið.

1:1 (27.) Denilson skorar með skoti rétt utan vítateigs. boltinn fór reyndar í Osman og breytti um stefnu.

0:1 (12.)  Leon Osman skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu frá hægri. Everton búið að vera sterkara liðið það sem af er leiks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert