Brian Laws tekur við Burnley

Jóhannes Karl Guðjónsson gæti fengið nýjan stjóra í dag.
Jóhannes Karl Guðjónsson gæti fengið nýjan stjóra í dag. www.burnleyfootballclub.com

Brian Laws verður ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Burnley, sem Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með, samkvæmt frétt BBC sem segir að formlega  verði tilkynnt um ráðninguna í dag.

Burnley hefur leitað að eftirmanni Owens Coyle, sem hvarf á  brott á dögunum til að taka við Bolton. Í gær virtist sem Sean O'Driscoll, knattspyrnustjóri Doncaster, yrði ráðinn í hans stað en BBC segir að Burnleymenn séu tvívegis búnir að hitta Laws og nánast búnir að ganga frá ráðningu hans.

Laws er 48 ára, fyrrum leikmaður Burnley, en honum var sagt upp störfum hjá 1. deildarliðinu Sheffield Wednesday í desember. Laws v ar leikmaður með ýmsum liðum á 19 ára ferli og var síðan knattspyrnustjóri Grimsby og Scunthorpe áður en hann tók við Wednesday árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert