Benítez í viðræður við Juventus?

Rafael Benítez - fer hann til Ítalíu?
Rafael Benítez - fer hann til Ítalíu? Reuters

Fulltrúar Rafaels Benítez, knattspyrnustjóra Liverpool, hafa hitt forráðamenn Juventus á fundi til að ræða möguleikann á að hann taki við stjórn ítalska liðsins, samkvæmt frétt Sky Sports Italia í kvöld.

Ítalskir fjölmiðlar hafa fullyrt síðustu daga að þjálfari Juventus, Ciro Ferrara, muni hætta störfum eftir bikarleik liðsins gegn Inter í kvöld og gerist í staðinn stjórnarmaður félagsins.

Fjölmargir hafa verið nefndir til sögunnar sem eftirmenn hans, þeirra á meðal Benítez sem sagður er sá maður sem forráðamenn Juventus hafi mestan áhuga á að fá í sínar raðir.

Benítez er samningsbundinn Liverpool til ársins 2014 og margir hafa fullyrt að það sé aðalástæðan fyrir því að forráðamenn enska félagsins vilji ekki segja honum upp störfum - það væri einfaldlega of dýrt að greiða honum upp samninginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert