Sullivan: Zola verður ekki rekinn

Gianfranco Zola verður ekki rekinn þó West Ham tapi í …
Gianfranco Zola verður ekki rekinn þó West Ham tapi í kvöld. Reuters

David Sullivan, annar aðaleigenda West Ham, segir að það sé ekkert til í fréttum enskra fjölmiðla um að knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola verði rekinn ef liðið tapar gegn Birmingham í úrvalsdeildinni í kvöld.

Mark Hughes hefur m.a. verið orðaður við starfið en Sullivan harðneitaði því í samtali við Sky Sports í dag að nokkuð slíkt væri á döfinni.

„Starf hans er 100 prósent öruggt. Í þau sautján ár sem við vorum hjá Birmingham rákum við tvo stjóra. Við rekum þá ekki, við styðjum við bakið á þeim, og við munum styrkja liðið í sumar. Í næstu fjórtán leikjum munum við læra margt um alla hjá West Ham, leikmenn sem knattspyrnustjórann, og ég er sannfærður um að liðið mun bæta sig í þessum fjórtán leikjum og klóra sig upp stigatöfluna," sagði Sullivan.

Í gær lýsti hann því yfir að í sumar yrðu allir starfsmenn félagsins, leikmenn sem aðrir, að taka á sig 25 prósent launalækkun til að koma til móts við gífurlegar skuldir félagsins sem Sullivan segir að nemi ríflega 100 milljónum punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert