Saha spáir United titlinum

Louis Saha fagnar fyrra marki sínu gegn Chelsea í gær.
Louis Saha fagnar fyrra marki sínu gegn Chelsea í gær. Reuters

Louis Saha framherji Everton spáir því að sínir gömlu félagar í Manchester United muni standa uppi sem Englandsmeistarar í vor en Frakkinn kom United svo sannarlega til hjálpar í gær þegar hann skoraði bæði mörk Everton í 2:1 sigri á toppliði Chelsea.

,,Ef þú spyrð mig hverjir verða meistarar myndi ég gjarnan vilja segja Everton en vitaskuld mun það ekki gerast. Þetta verður spennandi einvígi á milli Chelsea og Manchester United. Ég tel að United sé betra liðið og persónulega vil ég að United vinni titilinn aftur,“ sagði Saha.

Chelsea hefur eins stigs forskot á Manchester United en bæði eiga 12 leiki eftir og þau eiga eftir að mætast innbyrðis á Old Trafford.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert