Ferguson: Vorum afar óheppnir

Leikmenn Manchester United niðurlútir eftir leikinn í kvöld.
Leikmenn Manchester United niðurlútir eftir leikinn í kvöld. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United sagði eftir fall sinna manna í Meistaradeildinni í kvöld að liðið hefði verið einstaklega óheppið og hann var ekki ánægður með leikmenn Bayern München og vill meina að þeir hafi fiskað Rafael útaf.

,,Við erum auðviðtað gríðarlega vonsviknir. Við byrjuðum svo vel og lékum frábærlega í fyrri hálfleik. Það voru tveir vendipunktar í leiknum. Sá fyrri var þegar við fengum á okkur klaufalegt mark undir lok fyrri hálfleiksins og síðan brottreksturinn hjá Rafael. Það má kenna reynsluleysi um en leikmenn Bayern gerðu í því að fiska hann útaf. Þeir hópuðust að dómaranum og settu á hann mikla pressu,“ sagði Ferguson eftir leikinn.

,,Mér fannst mitt lið spila virkilega vel og ég er á því að við séum með betra lið en við vorum afar óheppnir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert