Liverpool skellti Benfica - Góður sigur hjá Fulham

Dirk Kuyt í baráttu við David Luiz á Anfield í …
Dirk Kuyt í baráttu við David Luiz á Anfield í kvöld. Reuters

Liverpool og Fulham tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum í Evrópudeild UEFA. Liverpool skellti Benfica á Anfield, 4:1, og samanlagt, 5:3, og Bobby Zamora tryggði Fulham góðan útisigur á Wolfsburg, 1:0, og samanlagt hafði Fulham betur, 3:1.

Liverpool mætir Atletico Madrid í undanúrslitunum og fer fyrri leikurinn fram á heimavelli Atletico. Fulham mætir Hamburg og fer fyrri leikurinn fram í Þýskalandi.

Liverpool - Benfica, 4:1 (5:3) Leik lokið

82. MARK!! Markavélin Fernando Torres er búinn að koma Liverpool í 4:1 og nú eru undanúrslitin handan hornsins hjá heimamönnum. Torres fékk sendingu innfyrir vörnina og vippaði glæsilega yfir markvörð Benfica. 

75. Minnstu munaði að Cardozo bætti við öðru marki beint úr aukaspyrnu. Boltinn fór í Torres og skoppaði rétt framhjá markinu. Það er taugatitringur á Anfield. 

69. MARK!! Benfica hefur minnkað muninn. Paragvæinn Oscar Cardozo skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu. Er sagana frá því á Old Trafford í gær að endurtaka sig? 

55. MARK!! Fernando Torres er að skjóta Liverpool áfram í undanúrslit í Evrópudeildinni. Spánverjinn, sem hefur haft frekar hægt um sig, batt endahnútinn á glæsilega skyndisókn þar sem Mascherano, Benayoun og Kuyt léku upp völlinn og Torres kom boltanum rétta boðleið. Liverpool þarf að skora 2 mörk til að slá Liverpool út. Gleymum því samt ekki að Manchester United komst í 3:0 en fékk á sig tvö mörk og féll úr leik í Meistaradeildinni.

33. MARK!! Lucas Leiva er búinn að koma Liverpool í 2:0. Hann fékk sendingu innfyrir vörnina frá Gerrard, lék á markvörðinn og skoraði af öryggi. 

27. MARK!! Dirk Kuyt kemur Liverpool yfir með skallamarki eftir hornspyrnu. Aðstoðardómarinn lyfti flaggi sínu til merkis um rangstöðu en dómari leiksins dæmdi markið gott og gilt. 

15. Fátt markvert hefur gerst fyrsta stundarfjórðunginn. Liðin er greinilega að þreifa fyrir sér.

Wolfsburg - Fulham, 0:1 (1:3) Leik lokið
 - Bobby Zamora 1.

Atletico Madrid - Velencia, 0:0 (2:2) Leik lokið
Atletico Madrid fer áfram á útimarkareglunni.

Standard Liege - Hamburg, 1:3 (2:5) Leik lokið
 Igor De Carmago 33. - Mladen Petric 20., 35., José Paolo Guerrero 90.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert