Stórleikir í úrvalsdeildinni í dag

Vincent Kompany og Wayne Rooney í grannaslag Manchesterliðanna fyrir í …
Vincent Kompany og Wayne Rooney í grannaslag Manchesterliðanna fyrir í vetur. Þau mætast í dag. Reuters

Tveir stórleikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu dag geta ráðið miklum um hvernig baráttan um meistaratitilinn þróast á lokasprettinum. Manchesterliðin mætast í grannaslag klukkan 11.45 og Tottenham tekur á móti Chelsea í grannaslag í London klukkan 16.30.

Chelsea er með fjögurra stiga forskot á Manchester United þegar fjórum umferðum er ólokið. Það gæti aukist í sjö stig í dag og þá væru úrslitin í deildinni nánast ráðin, en á hinn bóginn gæti United með hagstæðum úrslitum minnkað muninn í eitt stig og hleypt gífurlegri spennu í keppnina um titilinn.

Um leið eru andstæðingar toppliðanna, Manchester City og Tottenham, í hörðum slag um fjórða sætið í deildinni sem veitir keppnisrétt í lokaumferð forkeppninnar fyrir Meistaradeild Evrópu. Aðeins eitt stig skilur liðin að, City í hag, og það er því ljóst að Chelsea og United fá ekkert ókeypis í dag.

Leikirnir í úrvalsdeildinni eru þessir:

11.45 Manchester City - Manchester United
14.00 Birmingham - Hull
14.00 Blackburn - Everton
14.00 Fulham - Wolves
14.00 Stoke - Bolton
14.00 Sunderland - Burnley
16.30 Tottenham - Chelsea

Á morgun mætast síðan:

12.30 Wigan - Arsenal
15.00 Portsmouth - Aston Villa

Liverpool og West Ham mætast loks í lokaleik umferðarinnar á mánudagskvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert