Forlan tryggði Atlético sigur á Liverpool

Diego Forlan fagnar eftir að hafa komið Atlético yfir í …
Diego Forlan fagnar eftir að hafa komið Atlético yfir í leiknum í kvöld. Reuters

Atlético Madrid lagði Liverpool að velli, 1:0, í fyrri leiknum í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu. Hamburger SV og Fulham gerðu markalaust jafntefli í Hamborg.

Diego Forlan skoraði sigurmark Atlético snemma leiks en liðin mætast aftur á Anfield næsta fimmtudag. Þá eigast ennfremur Fulham og Hamburger SV við öðru sinni og þá í London.

Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is:

90+4 Flautað af í Hamborg. Jafntefli, 0:0, hjá Hamburger SV og Fulham.

90+3 Flautað af í Madríd, Atlético sigrar Liverpool, 1:0.

58. José Reina markvörður Liverpool forðar því að Atlético nái tveggja marka forskoti þegar hann ver frá Simao af stuttu færi.

52. Fulham missir sinn aðal markaskorara, Bobby Zamora, meiddan af velli í Hamborg. Í hans stað kemur Clint Dempsey, maðurinn sem gerði útum einvígi Fulham og Juventus fyrr í keppninni.

45. Hálfleikur í Madríd og Hamborg. Atlético er yfir gegn Liverpool, 1:0, en staðan er 0:0 hjá Hamburger SV og Fulham.

17. Yossi Benayoun sleppur innfyrir vörn Atlético á 18. mínútu eftir misheppnað skot frá Dirk Kuyt og skorar. Markið var dæmt af vegna rangstöðu, en það virðist hafa verið rangur dómur.

15. Zoltán Gera fær sannkallað dauðafæri fyrir Fulham í Hamborg en skýtur framhjá marki Þjóðverjanna.

8. Diego Forlan kemur Atlético yfir strax á 8. mínútu með skoti af markteig, 1:0. Jurado sendir fyrir markið, Forlan á misheppnaðan skalla en er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður við markteiginn og kemur honum í netið.

Liðin eru þannig skipuð:

Atlético Madrid: De Gea, Ujfalusi, Perea, Dominguez, Antonio Lopez, Paulo Assuncao, Simao, Raul Garcia, Reyes, Jurado, Forlan.
Varamenn: Sergio Asenjo, Valera, Camacho, Salvio, Juanito, Cabrera, Borja.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Agger, Kuyt, Lucas, Mascherano, Benayoun, Gerrard, Ngog.
Varamenn: Cavalieri, Aquilani, Babel, Degen, El Zhar, Ayala, Pacheco.

Hamburger: Rost, Demel, Boateng, Mathijsen, Aogo, Pitroipa, Jarolim, Ze Roberto, Trochowski, Guerrero, van Nistelrooy.
Varamenn: Hesl, Rozehnal, Petric, Tesche, Berg, Rincon, Torun.
Fulham: Schwarzer, Baird, Hughes, Hangeland, Konchesky, Duff, Etuhu, Murphy, Davies, Zamora, Gera.
Varamenn: Zuberbuhler, Kelly, Nevland, Dempsey, Smalling, Greening, Dikgacoi.

Joris Mathiesen hjá Hamburger og Bobby Zamora hjá Fulham í …
Joris Mathiesen hjá Hamburger og Bobby Zamora hjá Fulham í leiknum í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert