Cole í sögubækurnar verði Chelsea bikarmeistari

Ashley Cole.
Ashley Cole. Reuters

Ashley Cole, vinstri bakvörður Englandsmeistara Chelsea, getur skráð nafn sitt í sögubækurnar á morgun takist Chelsea að leggja Portsmouth að velli í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fer á Wembley.

Cole mun þá verða bikarmeistari í sjötta sinn og verður sá fyrsti í sögunni til að ná því en tveir aðrir leikmenn hafa unnið bikarinn fimm sinnum eins og Cole. 

Cole var bikarmeistari með Arsenal 2002, 2003 og 2005 og með Chelsea 2007 og 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka