Rio ekki með á HM - Dawson valinn í hans stað

Rio Ferdinand yfirgefur sjúkrahúsið á hækjum.
Rio Ferdinand yfirgefur sjúkrahúsið á hækjum. Reuters

Rio Ferdiand fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu leikur ekki með Englendingum á HM í Suður-Afríku en miðvörðurinn sterki meiddist á hné á æfingu í dag og var fluttur á sjúkrahús.

Ferdinand sást yfirgefa sjúkrahúsið á hækjum og að því er fram kom á Sky Sports hefur Michael Dawson, miðvörður úr Tottenham, verið kallaður inn í hópinn í stað Ferdinands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka