Defoe í fremstu víglínu í stað Heskey

Jermain Defoe kemur inná fyrir Emile Heskey í leik Englendinga …
Jermain Defoe kemur inná fyrir Emile Heskey í leik Englendinga gegn Alsírbúum. Reuters

Jermain Defoe mun að öllum líkindum leika í fremstu víglínu enska landsliðsins í leiknum gegn Slóveníu á HM í dag en England verður að vinna til að komast áfram í 16-liða úrslitin.

Defoe mun taka stöðu Emile Heskey og spila með Wayne Rooney í fremstu sóknarlínu Englendinga. Heskey hefur gengið illa að finna netmöskvana en honum hefur aðeins tekist að skora 7 mörk í 60 landsleikjum og síðast skoraði hann fyrir enska landsliðið í leik á móti Kazakhstan fyrir einu ári síðan. Defoe hefur hins vegar skorað 11 mörk í 41 landsleik.

Þá þykir sennilegt að Fabio Capello tefli James Milner fram á hægri kantinum í stað Aaron Lennons sem var í byrjunarliðinu gegn Alsírbúum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert