Capello er klár með vítaskyttur

Fabio Capello ætlar að sjálfsögðu fyrirliðanum Steven Gerrard að taka …
Fabio Capello ætlar að sjálfsögðu fyrirliðanum Steven Gerrard að taka vítaspyrnu. Reuters

Hermt er úr herbúðum enska landsliðsins að Fabio Capello hafi þegar valið þá fimm menn sem hann treystir best til þess að taka vítaspyrnu fyrir enska landsliðið ef til vítaspyrnukeppni kemur í leiknum við Þjóðverja í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á sunnudag. Þetta munu vera Frank Lampard, Steven Gerrard, Wayne Rooney, James Milner og Gareth Barry.

Capello mun hafa skipað leikmönnum að æfa vítaspyrnur á æfingum landsliðsins upp á síðkastið. Enska liðið hefur oft fallið úr keppni á stórmóti í vítaspyrnukeppni, síðast á HM fyrir fjórum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert