Fjögur félög á eftir Silvestre

Silvestre á hér í höggi við Didier Drogba í leik …
Silvestre á hér í höggi við Didier Drogba í leik með Arsenal. Reuters

Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre er afar eftirsóttur að því er Skysports fullyrðir. Fjögur ensk úrvalsdeildarfélög vilja næla í kappann en samningur hans við Arsenal rann út í vor.

Samkvæmt Skysports hafa West Ham og Wigan áhuga á að næla í Silvestre, sem er 32 ára gamall, auk tveggja annarra félaga.

Hann tók þátt í 12 leikjum fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert