Liverpool mætir Trabzonspor - City til Rúmeníu

Liðsmenn Liverpool á æfingu.
Liðsmenn Liverpool á æfingu. Reuters

Liverpool mætir tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu en dregið var nú rétt í þessu. Fyrri leikurinn fer fram á Anfield en sigurliðin úr umspilsleikjunum komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikirnir í umspilinu fara fram 19. og 26. ágúst.

Manchester City ætti að hafa alla burði til að komast áfram í riðlakeppnina en City mætir rúmenska liðinu Timisoara og fer fyrri leikurinn fram á heimavelli rúmenska liðsins.

Aston Villa mætir austurríska liðinu Rapid Vín og leikur Villa fyrri leikinn á útivelli. 

BATE Borisov sem sló FH út í Meistaradeildinni í ár dróst gegn Maritimo frá Portúgal og Blikabanarnir í Motherwell etja kappi við danska liðið OB sem Rúrik Gíslason leikur með.

Drátturinn í heild sinni, smellið HÉR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert