Ferguson: Vildum ekki láta Rooney fá að heyra svívirðingar

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir ástæðuna fyrir því að hafa ekki verið með Wayne Rooney í leikmannahópnum í leiknum gegn Everton í gær hafi verið sú að hann hafi ekki viljað láta Rooney heyra skelfilegar svívirðingar eins og hann orðaði það eftir leikinn.

Mikið hefur gengi á í einkalífi Rooney síðustu daga og höfðu stuðningsmenn Everton undirbúið að senda fyrrum leikmanni kaldar kveðjur en Rooney yfirgaf Everton fyrir sex árum.

,,Við tókum einfaldlega þessa ákvörðun því hann hefði fengið að heyra svívirðingar hér og við vildum ekki láta hann taka þátt í því,“ sagði Ferguson en hans menn köstuðu frá sér sigrinum gegn Everton og misstu unninn leik niður í jafntefli, 3:3.

Reiknað er með að Rooney verði með United þegar það tekur á móti Rangers í Meistaradeildinni á þriðjudaginn og þá vonast Ferguson til að geta teflt Rio Ferdinand fram í leiknum.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert