Hermann kom við sögu í sigurleik Portsmouth

Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson leikmaður Portsmouth. Reuters

Hermann Hreiðarsson lék sinn fyrsta leik með Portsmouth í sjö mánuði þegar liðið lagði Hull að velli, 2:1, á útivelli í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Hermann lék þó ekki mikið en hann leysti Hayden Mullins af síðustu mínútu leiksins. 

Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 75 mínúturnar með Coventry sem fagnaði 2:0 sigur gegn Barnsley á heimavelli sínum.

Hvorki Brynjar Björn Gunnarsson né Ívar Ingimarsson voru í liði Reading sem vann góðan útisigur á Burnley, 4:0.

Í 2. deildinni lék Ármann Smári Björnsson síðustu 25 mínúturnar fyrir Hartlepool sem gerði 2:2 við Bristol Rovers. Bristol jafnaði metin með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútum leiksins.

Kári Árnason og félagar hans í Plymouth höfðu betur gegn Huddersfield, 2:1. Kári lék allan tímann og það sama gerði Jóhannes Karl Guðjónsson fyrir Huddersfield.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert