Lampard með gegn Tottenham

Frank Lampard.
Frank Lampard. Reuters

Ashley Cole vinstri bakvörður Englandsmeistara Chelsea segir gleðitíðindi að Frank Lampard sé að verða klár í slaginn að nýju en reiknað er með að miðjumaðurinn snjalli verði með Chelsea í leiknum gegn Tottenham um næstu helgi.

Lampard hefur ekki leikið með Lundúnaliðinu frá því í ágúst vegna meiðsla í nára og hefur hans verið sárt saknað í liði Chelsea, sem hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum í úrvalsdeildinni.

,,Það er verður gott að fá Frank aftur í liðið. Hann er í stóru hlutverki hjá Chelsea og enska landsliðinu og það verður flott fyrir okkur og stuðningsmennina að hafa hann aftur með okkur. Við höfum saknað hans,“ segir Cole í viðtali við enska blaðið Mirror í dag.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert