Hólmar frá í hálfan þriðja mánuð

Hólmar Örn Eyjólfsson skorar í leik með 21-árs landsliði Íslands.
Hólmar Örn Eyjólfsson skorar í leik með 21-árs landsliði Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður West Ham og 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni í tvo og hálfan mánuð eftir að hafa brákað bein í fæti á æfingu í vikunni.

Þetta kom fram í viðtali við Hólmar í þætti Fótbolta.net á X97,7 í gær. Hólmar hefur ekki fengið tækifæri með aðalliði West Ham og aðeins spilað með varaliði félagsins í vetur. Hann ætlar ekki að framlengja samning sinn sem rennur út í vor og sagðist í þættinum ætla að leita fyrir sér að nýju félagi á næstu mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert